Boston terrier

Inca
Notting Hill Inca kom til okkar frá Notting Hill ræktun á Ítalíu haustið 2008. Það hafði lengi verið draumur minn að eignast Boston Terrier enda hafði tegundin heillað mig um árabil og ég fylgst með henni á sýningum erlendis í hvert sinn er færi gafst. Þegar tækifærið á að eignast Incu kom upp í hendurnar á mér varð ekki aftur snúið. Ég er Paolu Belletti ræktanda Incu afar þakklát fyrir að hafa gefið mér möguleika á að eignast þessa gullfallegu og skemmtilegu tík.

Boston Terrier eru afar skemmtilegir og vinalegir hundar. Þeir eru miklar félagsverur sem ekki þrifast einir heima í langan tíma í senn. Þeir eru afar mannelskir og þeim lyndir vel við alla , hvort sem það er húsbóndi þeirra, börnin á heimilinu, nágrannar, gestir, aðrir hundar og dýr eða ókunnugir. Bostoninn tekur vel á móti öllum og allir eru velkomnir :)

Boston Terrier eru mjög gáfaðir og það er ákaflega gott að kenna þeim, þeir eru tilvaldir göngufélagar og hafa gaman af að hreyfa sig. Þegar það rignir eða er kalt í veðri er hinsvegar mjög líklegt að þeir velji frekar að kúra upp í sofa, helst undir teppi :) Það verður enginn einmanna sem á Boston Terrier því þeir þrífast á nærveru og samskiptum við fjölskyldu sína. Það er afar, afar ólíklegt að sá sem á Boston sitji með fangið tómt fyrir framan sjónvarpið eða sofi einn í rúminu sínu :)

Boston Terrier eru hreinlegir og snyrtilegir, með snöggan feld og fara allajafna lítið úr hárum. Almennt heilbrigði tegundarinnar er gott en ofnæmi, hnéskeljalos og augnsjúkdómar eru þeir sjúkdómar sem helst hrjá tegundina. Það er því mikilvægt að ræktendur láti athuga heilbrigði ræktunardýra sinna fyrir pörun.

Því er skemmst frá að segja að Bostoninn hefur algerlega heillað okkur upp úr skónum og við hlökkum mikið til þess að deila lífi okkar og heimili með þeim í framtíðinni.

Janne Simonsen með Bright and Brindle ræktun í Noregi hefur hjálpað mér óendanlega mikið og á ég henni stóra skuld að gjalda. Án hennar hjálpar og velvildar hefði draumurinn um að eignast og rækta Boston Terrier seint orðið að veruleika. Í septmber 2009 kom til landsins láns rakki frá Janne sem ásamt Incu mun leggja grunninn að okkar ræktun. Ef allt gengur eftir mun fyrsta Boston Terrier gotið okkar fæðast snemma árs 2010.

Ef þið hafið einhverjar spurningar um hundana okkar eða viljið upplýsingar um væntanleg got er ykkur velkomið að hafa samband á boxer@boxer.is

-Hundarnir okkar

Flettingar í dag: 100
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 101
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 433657
Samtals gestir: 89378
Tölur uppfærðar: 1.4.2020 12:14:47